Þriðji bloggdagur! :)

Þá er þriðji dagur ársins kominn nær enda :) Eða að enda kominn fyrir þreyttar kellur í Breiðholti :) Leið eins og það hefði ekið yfir mig trukkur þegar ég rankaði við mér í morgunn. Ofsalega er erfitt að koma sér af stað í hreyfingu eftir jólasukkið :P Var ekkert nema harðsperrur!! Lá til 7:10 uppi í rúmi og enginn smá flýtir að koma sér í vinnuna en það hafðist að vera kominn í vinnuna rétt fyrir klukkan átta :) 

Var með þvílíka kvíðahnútinn í maganum í ALLAN DAG yfir tilhugsuninni um að reyna að koma reyktri ýsu ofan strákinn minn!!! Var líka með samviskubit yfir hversu lítinn tíma ég gaf stráknum í gær. Sá fyrir mér að ég kæmi heim seint um og síðir ef ég færi í ræktina eftir vinnu, svo ég ákvað að í staðinn fyrir ræktina að stunda HEIMALEIKFIMI!!! Nú koma öruglega einhverjar perrahugsanir upp hjá fólki :P En ég ákvað að nýta stigana heima hjá mér og hljóp x3 upp og niður 7 hæða blokkina sem ég bý í:) Og þegar ég var orðin vel móð og másandi þá fann ég líkamsræktarmyndbönd á youtube og fór að gera æfingar. Hef aldrei notað youtúp í líkamsræktartilgangi en ég held að ég hafi reynt meira á mig en ef ég hefði verið 3 tíma í ræktinni!! 

Er búin að tína linkinum á fyrra æfingarmyndbandið en það var alhliða æfingar, maga og alles :P En það seinna var æfingar til að losna við fitu af upphandleggjum (sem ég er með plenty af!!) Þetta myndband https://www.youtube.com/watch?v=hAGfBjvIRFI :) 

Þegar ég var í mjög vandræðalegri stellingu heyrði ég að herbergishurð sonarins var opnuð og var alveg ,,shit, hvað heldur barnið eiginlega????" Og mér til mikils léttis þá var bara kallað ,,mamma þú mátt ekki trufla mig" :) En þá var hann að spjalla við bekkjarfélaga sinn á netinu og mamma hans mátti ekki opna hurðina og gera hann vandræðalegann :P Held að stráksi hefði dáið hefði hann labbað með tölvuna fram og bekkjarfélaginn hefði séð mömmu hans!!! OMG!! Hann hefði öruglega ekki farið framar í skólann!!! Maður skammast sín svo fyrir foreldra sína þegar maður er fjórtán, tala nú ekki um það ef foreldrarnir myndu sjást í beinni, móðir og másandi með rassinn upp í loftið og alla útlimi í sitthvora áttina :P 

Á meðan ég gerði þessa æfingar mallaði reykta ýsan í pottinum ásamt kartöflum :P Svo ég sló tvær flugur í einu höggi og var búin að rækta mig og elda kvöldmatinn klukkutíma eftir að ég kom heim úr vinnunni :)

Sonur minn 14 ára varð auðvitað að halda kúlinu og segja að maturinn væri vondur því þetta var fiskur en ég hef aldrei nokkurn tímann sé fisk hverfa jafn fljótt af diski :) Svo ég sá að þetta féll í kramið :) Enda var þetta alveg ofsalega gott :) Verður klárlega reykt ýsa oftar :) Ekki skemmdi fyrir að þetta var máltíð sem kostaði rúmlega 800 krónur :) 

Um sex leytið var ég búin að öllum skyldum, vinna, elda, líkamsrækt, ganga frá eftir matinn, henda í þvottavél :) Tilbúin í kvolítí tæm með stráknum :) En þá var hann búinn að plana hitting á skype við bekkjarfélaga sinn svo ég ég sit bara einmana hérna og hef ekkert annað að gera en að babla við sjálfa mig hérna á netinu! 

Ég verð að fara að draga barnið úr þessum tölvuhitting! Mér leiðist!!! Bæjóssssssssssss :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband