Laugardagur til leti

Gærdagurinn var algerlega ,,laugardagur til leti" dagurinn :) Ég svaf til rúmlega 10 og eftir að hafa skoðað alla fréttamiðla vel og vandlega þá skipti ég á rúmunum og skúraði heimilið :P Ætlaði sko að gera þetta allt á föstudeginum en öklinn á mér tók upp á því að festast svo ég var ekki alveg skúringarhæf þá :P Svo leyfði ég þvottavélinni að rúlla tvo hringi á meðan ég þvoði óhreinu rúmfötin :P 

Þar sem ég er frekar svifasein í þrifunum og þarf að taka endalausar pásur þá tók þetta tímann sinn en þar sem ég var bara heima þá var það allt í lagi. Þegar maður er viðkvæmur í skrokknum þá eru skúringar og rúmfataskipti ekki skemmtilegasti hluturinn :P Er eiginlega bara í kvíðakasti fyrir þessu tvennu alltaf svo það var æðislegt þegar þessu var lokið :)

Fórum svo bara í mat til mömmu í gærkvöldi. Hún var með alveg oooofsalega góðan hamborgarhrygg :P 

Svo þegar við komum heim þá höfðum við aftur kósý time :) Kveiktum á kertum og slökktum ljósin og horfðum á einn þátt af South Park og 3 þætti af Gotham seríunni. Það sem strákurinn þurfti að hafa fyrir því að fá mig til að samþykkja einn þátt af Gotham! En svo enduðum við á þremur þáttum því þetta voru bara ofsalega góðir þættir :) 

Var þó engin sykur með í för yfir sjónvarpinu þetta kvöldið eins og kvöldið hið fyrra :P 

Allt í einu var kl. að verða eitt og ég uppgötvaði að ég var ennþá vakandi!! Það gerist ekki oft að ég sé enn vakandi á svona ókristilegum tímum :P En ég skreið svo í rúmið og var sofnuð 5 mín seinna :P

Var ofsalega notó að vakna í morgunn í hreinu rúmi og í hreinni íbúð :) En jæja nú ætla ég að fara að taka daginn í öreindir :P

Síjú :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband