Mánudagur til mæðu

Jæja þá er það mánudagur til mæðu :) Vaknaði kl. 6:00 í morgunn! Hversu dásamlegt er það þegar maður getur alveg sofið til 07:00??? Verð að líta á björtu hliðarnar, ég hafði þá tíma til að græja smúþí fyrir okkur soninn :P Hann fékk jarðarberja, en ég fékk hnetu :P *****slef****

Eftir vinnu í dag lá leið mín í fiskbúð Hólmgeirs í Mjóddinni :) Er að experimenta með fiskinn og það virðast vera endalausar fiskitegundir sem ég hef aldrei smakkað!! Keypti Sólkola sem ég hef aldrei séð í fiskiborðinu en hafði heyrt vel af :) Og nokkrar gellur (maður er það sem maður borðar!) :)

Sonurinn ætlaði að fara á KFC með vini sínum svo ég gat með góðri samvisku eldað mér dásamlega fiskimáltíð :) Sólkolinn var æðislegur :) Steikti hann á pönnu upp úr smjöri og kryddaði með salti og pipar og sauð nokkrar gellur með:) Borðaði með smjöri og kartöflusalati og held ég hafi augnablik farið til himna af þessari dásemd :D 

Syninum finnst þetta mataræði alveg skelfilegt... Honum finnst það íll meðferð á barni að hafa fisk í matinn :P En hann fékk barbíkjú zinger twister máltíð í kvöld. Svo við fórum bæði til himna, hvort á okkar hátt :P

Svo var ég löt og nennti ekki í ræktina, var að drepast í fótunum! Svo ég notaði það sem fæti var næst :P Eða stigaganginn :) Hljóp nokkrar ferðir upp og niður, ákvað að leggja á mig nokkrar mínútur af sársauka og fann svo myndband á jútúp þar sem ég gat setið á stól og gert æfingar til að þjálfa ,,byssurnar" :) Síðan þá búin að liggja með fæturnar upp í loft og spjalla við gesti sem komu í heimsókn :)

Núna er það bara rúmið eftir langan dag :P 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband