Kósý föstudagur :)

Kósý föstudegi að ljúka :)

Var í vaktafríi í dag svo ég svaf alveg til 9 í morgunn :D Var svo að dúllast hérna heima, aðallega að skoða fréttamiðla og hvernig gengur að upplýsa mál ungu stelpunnar sem verið er að leita að. Vona að hún fari að finnast! 

En ég skellti mér í ræktina í hádeginu, í World Class á nesinu. Átti leið niður í bæ svo sá staður varð fyrir valinu :) Annars eigum við Breiðhyltingar mjög fína líkamsræktarstöð, sem er hluti af WC keðjunni :) Mjög flottur staður og notalegt að koma á :) Nesið er líka mjög sterkt inn hjá mér svo ég fer oft þangað. Flott að vera með marga staði og geta svissað á milli :) En ég fór einu sinni í Laugardalinn og það geri ég ALDREI aftur!! Fannst vera of mikið þar af litlum stífmáluðum smástelpum með tútturnar í allar áttir! og ég stakk bara í stúf og minnimáttarkenndin blossaði upp!! ALDREI AFTUR!! 

Skil aldrei pointið með að mála sig ÁÐUR en maður fer í ræktina! En ég yrði eins og klessuverk ef ég málaði mig áður en ég færi á stað þar sem ég svitnaði eins og enginn sé morgundagurinn :P 

Eftir að hafa svitnað vel eftir klukkutíma púl þá fór ég í notalega sturtu og þvoði mér hátt og lágt og þegar ég var að þurrka á mér hárið þá fann ég furðulega lykt og smám saman rann það upp fyrir mér að kötturinn hafði PISSAÐ á handklæðið!!! Dí hvað það var óþægilegt! Vera rennandi blaut eftir sturtuna og vera með kattahland í handklæðinu :/ Nú voru góð ráð dýr! Svo ég skellti mér í gufuna og var þar heillengi og lét mig þorna þar og hugsaði kettinum þegjandi þörfina! En hann er svo mikið krútt að honum var fljótlega fyrirgefið :) Svona krúttum fyrirgefst allt! Má segja að þetta hafi verið mér að kenna :/ Ég var að þrífa kattasandinn í dag og krúttið hefur þurft að pissa og kattakassinn í baðkarinu fullur af sápuvatni :( When you have to go, you have to go!!! Kötturinn kann allavega að bjarga sér! :) 

Í kvöld kenndi ég svo syninum að elda kjúklingabita :) og ofnbakaðar franskar með :) Maður þarf víst að skila þessum börnum út í lífið sjálfbjarga :D Ég eldaði mér nokkrar gellur, svo það var tvíréttað hjá okkur í kvöld :) Ég er mjög hrifin af gellum því ég er að reyna að breytast í það sem ég borða :P En að koma fisk ofan í barnið! Það er pinting fannst honum, svo ég gat ekki lagt þetta á hann á föstudagskvöldi :P

Svo kveiktum við á kertum og slökktum ljósin og horfðum á mynd :D Suicide squad held ég að hún heiti :) En ein gömul leikkona úr nágrönnum leikur eitt aðalhlutverkið. Margot Robbie heitir hún og er alveg súperflott stelpa og orðin ein skærasta Holliwood stjarnan :P Ég hinsvegar á eftir að sjá þátt dagsins af Nágrönnum :) Heppin ég :) :) Horfi pottþétt um helgina :P 

Við mæðginin ,,misstum" okkur aðeins í sykuráti yfir myndinni svo ég þakkaði Guði fyrir að hafa þó dröllast í ræktina í dag :P Það var sko ís og súkkulaði og gos!! En marr má nú af og til verða ,,high" af sykri :P Vona bara að ég nái mér niður og nái að festa svefn hahahah :) :) :) 

Þangað til síðar :) :) :) Bæjós :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband