Pizzastúss

Ég var í vaktafríi í dag og stráksinn minn lasinn heima. Svo ég svaf alveg til tíu í morgunn :) Mjög nice :) Stráksinn svaf til 16!!! En þegar maður er slappur þá leyfist manni það :P

Ég fór svo í ræktina um hádegisbilið og horfði á Neighbours á meðan ég hitaði upp á hjólinu :) Svo tíminn leið mjög hratt, elska nágranna :) Er búin að vinna mig upp og horfa á alla þætti sem ég átti eftir að horfa á :) Tók heilt kvöld og heilan morgunn þegar ég var í fríi :) 

Þvílíkur lúxus að geta horft á uppáhaldsjónvarpsþáttin sinn á meðan maður hamast á hjólinu :P Á svo erfitt með að hjóla vegna verkjastúss svo það leiðir hugan aðeins frá verkjunum :P Hætti mér ekki fyrir mitt litla líf á göngubretti, því þá þyrfti ég að skríða heim aftur :P Yrði mjög vandræðlegt :P 

Í kvöldmatinn elduðum við sonurinn bestu pizzu sem við höfum á æfinni fengið :) Aldrei smakkað jafn góðan botn! Gerður úr möndlumjöli. Fékk uppskrift úr LDL bók sem ég fékk í jólagjöf og sé ekki eftir að hafa prófað hana. Gerði hana fyrst um helgina og bauð fólki í mat, gerði tvær pizzur og þær voru ekki lengi að klárast :) Önnur var með humri á og hin með kjúkling :) Gerði kjúklingapizzuna núna aftur að beiðni sonarins :) En mér fannst humarpizzan samt betri :)

Í kvöld var ég með sem álegg: sveppi, papríku, rauðlauk, kjúkling, ristaðar furuhnetur, fetaost og venjulegan ost. Kryddað með chillikryddi, paprikukryddi og oregano :) Þar sem þetta er mjög matarmikil pizza þá dugðu okkur sitthvor sneiðin og nágrannakona fékk eina sneið svo það er rúmlega hálf pizza eftir :) Verður hituð upp á morgunn og þá slepp ég við að elda :) 

Mér hefur aldrei tekist að gera ,,heilsubotn" en þessi er mun betri en venjulegur hveitibotn. Og það sem besta er að syninum fannst hann góður :) Nuna ætla ég að horfa á plastbarkamálið með öðru og fylgjast með fréttamiðlum á hinu. Er alltaf að vona að unga konan sem er verið að leita að finnist!! 

Með pizzakveðju, Steinunn :) 

16130102_10211692433296873_775617685_o


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband