Mánudagur

Gærdagurinn var kósýdagur líka :) Ég svaf alveg til 11:00!!! :) Fór út og verslaði í matinn og náði í litlu 10 ára systur mína :) Já ég 35 ára gamla konan á 10 ára systir! :) 

Fór heim með matinn og skar niður grænmeti í kjötsúpu og svo skelltum við okkur í Keilu :) Ég, sonurinn og litla systir :) Ég ætlaði nú bara að taka hálftíma leik því seinast þegar við fórum í keilu þá var sonurinn alveg búinn á því (og ég líka) eftir hálftíma leik og seinni hálftíminn var bara martröð :P Við hvorug í neinu formi :P Er svona ár síðan við fórum í Keilu minnir mig :) 

Eftir allt ruslfæðið sem sonur minn var á (og ég) þá var hann mjög lár í járni og D vítamíni. Fyrir hjúkrunarfræðinginn mig var þetta alveg þvílík skömm!! Að ég hjúkkan sem átti að vita betur átti vanrækt barn!! Shitt!! 

Alveg ferlegt að hafa ekki fattað merkin! Taldi stráksan minn bara vera svona þunglyndan! En hann hafði ekki orku í að gera eitt né neitt og vildi bara liggja í rúminu. Eigum við að ræða eitthvað hvernig mætingin var í skólanum??? 

Svo fékk hann sár á fótinn og ég fór með hann á læknavaktina! og læknirinn bara spurði strákinn hvort hann væri á lífi!! Þá var hann orðinn svo hvítur! Og þá kom í ljós mikill skortur á Járni og D vítamíni!

Til að kóróna skömmina mína sem hjúkrunarfræðingur, þá var ég akkúrat að vinna með lækninum sem hitti hann á Læknavaktinni! 

En það er ótrúlegt að þó maður sé hámenntaður hjúkrunarfræðingur þá sér maður ekki hvað er beint fyrir framan sig!

En sonurinn var settur á járn og D vítamín kúr og samhliða því breytti ég áherslum í mataræðinu og fór að elda fisk og meiri fisk!!! og smám saman þá fór stráksi að hressast og mætingareinkunnin fór úr 1 og upp í 10! Var 1 í vor og var með 10 núna fyrir haustönnina :) Einkunnirnar almennt lagast og allur að breytast til betri vegar :)

Í keilunni í gær var hann (og ég) með fulla orku í klukkutíma leik :) Ofsalega gaman að sjá mun á barninu svona til betri vegar :) Er komin með lit í kinnar og bara flottur :) 

En það er ekki dans á rósum að fara að elda fiskmeti þegar barnið er alið upp á skyndibita!! En þetta er allt að koma!!

Já svo ég haldi áfram með gærdaginn! Þá komum við heim og elduðum kjötsúpu. Hún var svooo góð :) Svo setti ég helling af súpu í frysti svo þegar tíminn er naumur þá er hægt að taka súpu úr frystirnum :) Mjög þægilegt fyrir önnum kafna einstæða móðir úr Breiðholti :) 

Svo horfði ég á þáttinn ,,Fangar" þegar allt var komið í ró og búið að ganga frá eftir veislumatinn :P Ofsalega eru þetta flottir og vel gerðir þættir. Maður er bara kominn í kvíða í byrjun yfir að þátturinn muni taka enda tæpum klukkutíma síðar :P Svo spennó :) 

Svo var bara farið í háttinn snemma svo marr yrði funkerandi í vinnu í dag :) 

Hélt ég myndi ekki hafa það af að fara frammúr í morgunn! Var með harðsperrur frá helvíti eftir keiluna!! Kunni samt ekki við að fara að tilkynna veikindi vegna harðsperra svo ég varð bara að bíta á jaxlinn :) Enda alger jaxl þegar kemur að harka af sér verki :P En dagurinn var nú ekkert auðveldur, var að drepast úr ,,mínum föstu" verkjum í fótunum auk þess að vera með harðsperrur!

Svo ég skreið eiginlega heim úr vinnunni og henti kartöflum í pott og eldaði fljótlega reykta ýsu :) Sonurinn borðaði hana með bestu lyst! Er farinn að læra að það þýðir ekki að mótmæla mömmu sinni :P En hann viðurkenndi að honum findist þessi fiskur (reykta ýsan) mjög góður fiskur :) og mér fannst ég hafa unnið stórsigur :D :D 

Ætla sko ekki að hreyfa mig meira í kvöld!!! Engir stigar eða neitt! heill vinnudagur í að bíta á jaxlinn dugar í dag :P Ætlum bara að horfa á þátt af Gotham og fara svo snemma að sofa :) 

Xoxo :) 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband