Fyrsta blog ever :)

Hæhæ og gleðilegt nýtt ár allir :)

Ég ákvað að prófa þetta blog og leyfa fólki að fá innsýn í það hvernig lífi við einstæðu mæðurnar í Breiðholti lifum. Erum við ólíkar einstæðu móðurinni í Vesturbænum? Erum við bara keðjureykjandi bótaþegar með hóp af börnum sem við sinnum ekki?? Miðað við umfjöllunina sem við fáum í fjölmiðlum þá er ekkert sem er verra en að vera einstæð móðir í Breiðholti. Svo ég ákvað að skella bara í eitt blogg svo fólk fái það beint í æð, hvernig dæmigerð einstæð móðir er í Breiðholtinu :)

Mál málanna, áramótaskaupið!! Það var hægt að hlæja aðeins að því og fyndnast fannst mér kúkaatriði brúðkaupshjónanna í Sandgerði :) Hefði öruglega ekki kveikt á perunni varðandi það aðtriði nema vegna þess að ég keypti sjálf veitingar af Texasborgara Magga í fermingu sonar míns í mars og miðað við ,,gúmmelaðið" sem ég bauð upp á þá finnst mér kraftaverk að gestirnir fóru ekki frá mér með upp- og niðurgang. En maður lærist víst af mistökunum og að afla sér upplýsinga og fá alvöru meðmæli næst þegar maður þarf á veisluþjónustu að halda :)

Fannst líka atriðið flott með brúnegginn sem komu beint frá Bónda. Ég er svo einföld að kúk og piss brandarar duga svo ég fari að hlæja en um leið og húmorinn verður eitthvað dýpri þá minnkar skilningur minn :P

Óholla jóla lífernið var svo toppað á Gamlárs og núna verður aftur haldið áfram á vegferð til heilbrigðis :) Helmingurinn af aukakílóunum lét sig hverfa árið 2016 og núna verður haldið áfram í næsta lið og stefnan er að verða drop dead gordjöss jólin 2017 :) Það munaði helling að losna við þessi aukakíló og síðustu mánuði hef ég alveg fengið frið fyrir öllu þessu Herbalife sölufólki sem vilja bjóða mér í ,,lífstílsmat" og pranga inn á mig einhverju dufti og ég á víst að verða alveg eins og tálgaður tannstöngull á nokkrum mánuðum. En mér finnst bara alltof gott að borða að ég get ekki hugsað mér að lifa á einhverju dufti sem bragðast eins og pappír eða eitthvað álíka. Svo kostar þetta líka bara svimandi upphæðir og ég eins og áður segjir, einstæð móðir í Breiðholti!! Shitt sko! Glætan að ég hafi efni á því að borga risa upphæðir fyrir duft :P

Ég vil frekar eyða þessum peningum í MAT!!! MATUR er betri en DUFT!! En það sem maður hefur látið plata sig út í, í gegnum árin. Alls konar mambó jambó aðferðir sem eiga að bæta gæði lífs míns og blebleble..... En eins og ég skrifaði áður þá lærir maður víst af mistökum sínum :P Með öllum þessum aukakílóum græddi ég álagsmeiðsl í fætur og þegar maður er með verki þá er maður mjög auðvelt skotmark fyrir allskonar fólk sem er að selja alls konar mambó jambó meðferðir. Ég t.d. lét plata mig til að kaupa meðferð með GASLOGA!! JÁ GASLOGA!! Ég borgaði 1000 krónur fyrir hverja mínútu sem einhver gaur lét gasloga loga eins nálægt húðinni á mér og rembdist eins og rjúpan við staurinn að gefa ekki upp sársaukastununurnar þegar verið var að kveikja í húðinni á mér!! Sem betur fer þá var ég ekki með varanlegan skaða eftir þessa meðferð :P Eina sem ég ,,græddi" var að borga 4 þús fyrir skiptið og ég fór ekki bara einu sinni! Mig minnir að ég hafi farið í 3 skipti!!

Annað sem ég gerði var að kaupa mér ,,regndropameðferð" eða hvað sem það kallaðist. Hjá hómópata. Það sem hómópatinn gerði var að láta ilmolíu ,,rigna eins og regndropa" á bakið á mér og nuddaði þeim svo inn og það átti að laga vandamálið sem ég var með í hælunum!! Þrátt fyrir að hafa logsviðið í bakið af þessum olíum þá fór ég AFTUR! AFTUR!!!!! Borgaði um 20 þúsund en sat uppi jafn verkjuð á áður!

Ég er búin að gera ýmislegt meira með tilheyrandi fjárútlátum (meira að segja Herbalife) og ALDREI aftur!! Búin að kaupa allskonar óhefbundnar remedíur og drasl sem virkar ekki neitt!! Skammast mín alveg ferlega yfir að vera hámenntaður hjúkrunarfræðingur og láta pranga öllu þessu drasli inn á mig, þegar maður á engan veginn peninga fyrir þessu drasli :P

En ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með hvernig einstæð móðir í Breiðholtinu fer að því að bæta heilsuna án þess að láta féfletta sig við það :P En hvernig fer hún að því ???? dammdammadamm :) Kemur í ljós :)))

XOXOXOXO Steinunn


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband